top of page

Fyrstu skrefin í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu

Til hamingju!

Ef þú hefur ratað hingað, þá þýðir það að þú hafir áhuga á að starfa í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu

og það er frábært fyrsta skref!

​​Sjálfbær þróun snýst ekki um að allir verði 100% sjálfbærir frá fyrsta degi,

heldur um að gera aðeins betur í dag en í gær.

Það skiptir ekki máli hversu stórt eða lítið fyrirtæki þú rekur/vinnur fyrir – smá skref í rétta átt hafa áhrif.

Ef þú hefur lítinn tíma og takmarkaða þekkingu, en viljann til að gera betur, þá ertu á réttum stað.

Hér eru nokkur einföld fyrstu skref sem hjálpa þér að koma af stað

Ingimar3.jpg

Byrjaðu smátt – en byrjaðu!

Sjálfbærni er ferðalag, ekki áfangastaður.

Veldu eitt svið til að byrja með sem skiptir þig/ykkur máli,

eins og að draga úr sóun, velja vistvænar vörur

eða styðja við nærsamfélagið.

Gott að skoða hvar fyrirtækið stendur núna.

Spurningar til að leiðbeina þér/ykkur:

  • Hvaða auðlindir notar fyrirtækið mest?
    (Orka, vatn, einnota plast o.s.frv.)

  • Hvernig meðhöndlið þið úrgang?
    Getið þið dregið úr sóun?

  • Hvaða vörur og þjónustu kaupið þið?
    Er hægt að velja sjálfbærari valkosti?

  • Hver eru áhrif fyrirtækisins á samfélagið?
    Getið þið stutt betur við nærsamfélagið?


Skrifaðu niður helstu tækifæri til umbóta

sem þú/þið sjáið í starfseminni.

Ákvarðanir skipta máli

Veldu birgja og samstarfsaðila sem styðja sjálfbærni.

Lítil skref, eins og að kaupa vörur úr heimabyggð/nærsamfélagi, eða

draga úr plastnotkun, geta haft stór áhrif.

Dæmi um einföld og raunhæf markmið:

  • Orkusparnaður: Skipta yfir í LED ljósaperur (þegar er þörf á að skipta) og slökkva ljós utan opnunartíma eða þegar enginn er á staðnum.

  • Úrgangsminnkun: Útrýma einnota plasti og bjóða fjölnota lausnir.

  • Vatnssparnaður: Setja upp skilti fyrir gesti og starfsfólk um vatnssparnað.

  • Samfélagsstuðningur: Kaupa meira af vörum og þjónustu úr heimabyggð og nærsveitum.

  • Meiri fræðsla: Veita gestum upplýsingar um hvernig þeir geta ferðast á ábyrgari hátt.

 

Veldu 2-3 einföld markmið til að byrja með og skráðu þau niður.

Ingimar5.jpg
Ingimar.jpg

Samvinna

Sjálfbærni er ekki verkefni einnar manneskju!

 Fáðu starfsfólkið þitt með í umræðuna

og nýttu þeirra hugmyndir.

Margt í sjálfbærni þarf heldur ekki að kosta mikið

eða taka of mikinn tíma.

Hér eru fljótleg skref sem þið getið tekið:

 

Umhverfisvænar breytingar:

  • Skipta yfir í umhverfisvottaðar vörur (hreinsiefni, hreinlætisvörur, skrifstofuvörur).

  • Endurhugsa ferðir eða starfsmanna bíla – draga úr eldsneytisnotkun og hvetja til vistvænna samgangna.

  • Mæla orku- og vatnsnotkun til að finna hvar hægt er að spara.

 

Samfélagsleg ábyrgð:

  • Forgangsraða heimamönnum og nærsveitungum eins og hægt er í störf og þjálfa þau m.a. í sjálfbærni.

  • Styðja við birgja í nærsveitum og lítilla framleiðanda.

  • Hvetja gesti til að virða staðbundna siði, náttúru og samfélag.

 

Minni úrgangur:

  • Fjarlægja einnota plastflöskur og bjóða/sýna gestum áfyllingarstöðvar fyrir vatn.

  • Bjóða upp á flokkunarkerfi fyrir sorp (plast, pappír, lífrænn úrgangur o.s.frv. ).

  • Draga úr óþarfa umbúðum: Velja matvæli og vörur með minni eða umhverfisvænni umbúðum til að minnka úrgang.

  • Kaupa inn í stærri einingum: Þegar mögulegt er, kaupa vörur í stærri pakkningum (t.d. salernispappír, hreinlætisvörur og þurrvöru) til að draga úr umbúðanotkun og minnka kolefnisspor vegna flutninga.

Gagnsæi og upplýsingamiðlun

Vertu heiðarleg(ur/t) um það sem þú ert að gera og deildu sigrum (og áskorunum!) með viðskiptavinum þínum og samstarfsaðilum.

Þú þarft ekki að bíða með að segja frá sjálfbærnivinnu

fyrr en þú ert búin(n/ð) að gera allt fullkomið!

 

Dæmi um hvernig má miðla sjálfbærnivinnu:

  • Á heimasíðu: Bæta við síðu um sjálfbærnistefnu fyrirtækisins.

  • Á samfélagsmiðlum: Deila myndum og sögum af skrefunum sem eru tekin.

  • Í markaðsefni: Nota merkingar eins og „Við styðjum framleiðendur í heimabyggð“ eða „Við höfum dregið úr plastnotkun“.

  • Í samskiptum við viðskiptavini: Upplýsa gesti um hvernig þeir geta verið ábyrgari ferðamenn.

Ingimar6.jpg
470034872_122104672124669052_2027246123351915120_n.jpg

Lærðu af öðrum
og/eða fáðu aðstoð

Það eru til mörg frábær úrræði og ráðgjafar sem geta hjálpað,

 þú þarft ekki að finna upp hjólið!

Mikilvægast er að muna að sjálfbærni snýst ekki um fullkomnun,

heldur um stöðugar umbætur (e. continuous improvements).

Dæmi um hvernig má fylgjast með árangri:

  • Halda skrá yfir orkunotkun og bera saman milli mánaða.

  • Fylgjast með magni úrgangs sem er flokkað og sent í endurvinnslu.

  • Safna viðbrögðum frá starfsfólki og viðskiptavinum um sjálfbærniaðgerðir.

  • Skoðaðu hvað aðrir eru að gera og vertu vorvitin (n/ð).

 

Settu áminningu (t.d. mánaðarlega) til að skoða árangurinn og ákveða næstu skref.

Lítil skref í dag geta leitt til stórra breytinga á morgun!

bottom of page