top of page

Helstu sjálfbærnivottanir í ferðaþjónustu

Hér er stutt samantekt af helstu sjálfbærnivottunum í ferðaþjónustu.

Alþjóðlegar vottanir

Travelife for Travel Agencies & Tour Operators

  • Fyrir ferðaskrifstofur og ferðasala dagsferða sem vilja fylgja sjálfbærum rekstrarháttum.

  • Byggt upp eftir GSTC (er þó ekki viðurkennt undir GSTC (e. recognized) lengur)
    og metur fyrirtæki út frá stjórnun, samfélagsáhrifum og umhverfisábyrgð.

  • Skipt í stig: Travelife Engaged, Travelife Partner og Travelife Certified.

  • ATH: Það er sitt hvor vottunin fyrir Travelife fyrir ferðaskrifstofur/sala og Travelife fyrir gistingu.

  • Ég er tengiliður fyrir Ísland, áhugasamir geta haft samband við mig m.gudjonsdottir@travelife.info

 

Green Destinations

  • Fyrir borgir, bæi og áfangastaði sem vilja vinna markvisst að sjálfbærri þróun.

  • Aðstoðar áfangastaði við að bæta stjórnun, náttúruvernd, menningarvernd og samfélagsáhrif.

  • Viðurkenndur staðall (e. recognized) af GSTC, sem þýðir að staðallinn samræmist GSTC-viðmiðum.

  • Faggild sem vottunarstofa (accredited) af GSTC,
    sem þýðir að Green Destinations getur veitt GSTC-vottun til áfangastaða sem uppfylla staðalinn.


EarthCheck

  • Skiptist í Sustainable Destination, Evaluation og Business Staðla, þetta er því fyrir
    hótel, ferðaskrifstofur, flugfélög og áfangastaði sem vilja draga úr umhverfisáhrifum.

  • Mælir orkunotkun, vatnsnotkun, úrgangsstjórnun og loftslagsáhrif og fleira.

  • Business og Evaluation staðlarnir eru viðurkenndir (e. recognized) af GSTC.

  • EarthCheck Sustainable Destination er faggilt (e. accredited) undir GSTC.
     

Green Key

  • Fyrir gististaði, veitingastaði, ráðstefnurými, upplýsingaskrifstofur ferðamanna og söfn.

  • Kröfur um orkusparnað, úrgangsminnkun, vistvænar vörur og fleira.

  • Byggt á GSTC stöðlum (er þó ekki viðurkennt undir GSTC (e. recognized)).

  • Veitt af Foundation for Environmental Education (FEE).


Blue Flag (Bláfáninn)

  • Fyrir strendur, smábátahafnir og ferðamannabáta sem vilja tryggja háan umhverfisstaðal.

  • Metur vatnsgæði, öryggi, fræðslu og náttúruvernd.

  • Viðurkennt (e. recognized) af Foundation for Environmental Education (FEE)
    og er þekkt um allan heim sem gæðavottun fyrir strandferðaþjónustu.

Biosphere

  • Biosphere-vottunin er veitt af Responsible Tourism Institute (RTI),
    sjálfstæðri stofnun stofnaðri árið 1995 sem vinnur að því að efla sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu.

  • Biosphere Sustainable er stjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og áfangastaði,
    þar sem áhersla er á stöðuga umbótavinnu.

  • Aðgerðirnar tengjast 169 undirmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030),
    sem gerir kerfið sveigjanlegt og tengt alþjóðlegum markmiðum.

  • Hentar fyrirtækjum sem vilja vinna með lifandi, framvirkt og mælanlegt kerfi til að bæta samfélagsleg,
    menningarleg og umhverfisleg áhrif sín.

B Corp 

  • Fyrir fyrirtæki sem vilja sýna fram á sterka samfélagslega ábyrgð, umhverfisvitund og gagnsætt rekstrarform.

  • Metur fyrirtæki út frá áhrifum á stjórnun, starfsfólk, samfélag, umhverfi og viðskiptavini.

  • Byggt á B Impact Assessment þar sem fyrirtæki þurfa að ná lágmarksstigum til að fá vottun.

  • B Corp fyrirtæki skuldbinda sig til að starfa fyrir hag allra hagsmunaaðila – ekki aðeins hluthafa – og taka upp ábyrgðarstjórnarhætti.

  • Endurvottun á þriggja ára fresti, sem tryggir stöðuga umbótavinnu.

  • Veitt af B Lab, alþjóðlegri óhagnaðardrifinni stofnun.

HI-Quality & Sustainability (HI-Q&S)

  • HI-Quality (HI-Q) er alþjóðlegt gæða- og stjórnunarkerfi þróað af Hostelling International.

  • HI-Quality & Sustainability (HI-Q&S) er útvíkkuð útgáfa kerfisins sem tekur einnig tillit til
    sjálfbærrar þróunar og umhverfisáhrifa gististaða.
    Þetta gerir HI-Q&S að umfangsmeira og metnaðarfyllra kerfi en upprunalega HI-Q.

  • HI-Q&S er viðurkennt sem hluti af STF-áætluninni (Sustainable Tourism Framework).

  • Til þess að fá vottun þurfa gististaðir að uppfylla ítarleg og víðtæk viðmið
    bæði um gæði þjónustu og sjálfbæra starfsemi.
     

Evrópskar og Norðurlandavottanir

Nordic Swan Ecolabel (Svanurinn)

  • Norrænt umhverfismerki fyrir gististaði, veitingarekstur, ráðstefnurými án gistingar og viðburði.

  • Kröfur um lágmarks kolefnislosun, orkusparnað og umhverfisvæna starfshætti.

  • Viðurkennt (e. recognized) af Norrænu ráðherranefndinni.


EU Ecolabel (Evrópublómið - Opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins)

  • Evrópsk umhverfisvottun fyrir gististaði og vörur sem notaðar eru í ferðaþjónustu, t.d. matur, þrifvörur og aðföng.

  • Metur fyrirtæki út frá orkunotkun, vatnssparnaði, úrgangsstjórnun og fleira.

  • Viðurkennt (e. recognized) af Evrópusambandinu.

 

Íslensk vottun

Vakinn – Gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu

  • Vottun frá Ferðamálastofu Íslands fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja sýna fram á gæði,
    öryggi og sjálfbæra starfshætti.

  • Inniheldur viðmið um umhverfisvernd, gæðastjórnun og þjálfun starfsfólks.

  • Byggt á GSTC stöðlum en veitir enga GSTC vottun.

  • Skipt í gæðaviðurkenningu í ferðaþjónustu, gistingu og svo umhverfisvottun (silver, bronz, gull).

Græn Skref - er ekki vottun heldur viðurkennd verkefni

  • Fyrir stofnanir, ráðuneyti og annan ríkisrekstur
    sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og innleiða sjálfbærar aðgerðir.

  • Stofnanir innleiða aðgerðir í fimm stigum og fá viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum.

  • Umhverfis- og orkustofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins.

  • Vinnugögnin eru opin öllum fyrirtækjum til að nýta.

Fær að fljóta með því t.d Ferðamálastofa og söfn á vegum ríkisins eru að nota þetta.​

ISO staðlar fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

ISO 9001 – Gæðastjórnunarkerfi

  • Fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja stöðuga gæði í vörum og þjónustu.

  • Skilgreinir kröfur um gæðastjórnunarkerfi til að tryggja samræmi við kröfur viðskiptavina og lagaákvæði.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

 

ISO 14001 – Umhverfisstjórnunarkerfi

  • Fyrir fyrirtæki sem vilja bæta stjórnun á umhverfisáhrifum sínum.

  • Inniheldur kröfur um að draga úr mengun, bæta orkunotkun og fylgja umhverfislögum.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

ISO 21101 – Stjórnunarkerfi öryggis fyrir ævintýraferðaþjónustu

  • Fyrir veitendur ævintýraferða sem vilja tryggja öryggi þátttakenda.

  • Skilgreinir kröfur um öryggisstjórnunarkerfi í ævintýraferðum til að draga úr áhættu og auka öryggi í framkvæmd ferða.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

ISO 21103 – Upplýsingar til þátttakenda í ævintýraferðaþjónustu

  • Fyrir veitendur ævintýraferða.

  • Tilgreinir lágmarksupplýsingar sem ævintýraferðaveitendur skulu veita þátttakendum fyrir, meðan á og eftir ferð stendur til að tryggja öryggi og upplýsta þátttöku.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

ISO 20121 – Sjálfbær stjórnun viðburða

  • Fyrir skipuleggjendur og veitendur viðburða.

  • Tilgreinir kröfur um hvernig skipuleggja má og framkvæma viðburði á sjálfbæran hátt, með áherslu á stjórnun hagsmunaaðila, aðfangakeðju og samþættingu félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

ISO 21401 – Stjórnunarkerfi sjálfbærni fyrir gististaði

  • Fyrir hótel og gististaði sem vilja fylgja sjálfbærum rekstrarháttum.

  • Inniheldur kröfur um stjórnun umhverfisáhrifa, auðlindanýtingu og samfélagslega ábyrgð.

  • Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.

Alþjóðaráðið um sjálfbæra ferðaþjónustu - GSTC staðlar

(GSTC - Global Sustainable Tourism Council) hefur þróað staðla fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu sem skiptast í:

 

GSTC framkvæmir EKKI sjálfbærnivottanir. Það er hlutverk fjölmargra vottunaraðila um allan heim.
GSTC veitir faggildingu (e. accreditation) til þeirra sem veitir vottun eftir þeirra kerfi/stöðlum.
Einnig gefa þau öðrum vottunum viðurkenningu (e. recognized),
ef kerfið/staðlarnir þeirra fylgja GSTC stöðlunum.

1) GSTC-Recognized Standard (Viðurkenndur staðall - ekki vottun!)

  • Staðlar sem hafa verið metnir og viðurkenndir af GSTC sem í samræmi við GSTC viðmiðin.

  • Þetta þýðir ekki að fyrirtæki sem notar staðalinn sé GSTC-vottað, aðeins að staðallinn sjálfur samræmist GSTC-viðmiðum.

  • Dæmi: EarthCheck Evaluate og Company Standard
     

2) GSTC-Accredited Certification Body (Faggilt vottunarstofa - veitir raunverulega vottun!)

  • Vottunarstofur sem hafa hlotið faggildingu frá GSTC og mega votta fyrirtæki samkvæmt GSTC viðmiðum.

  • Fyrirtæki sem fá vottun frá þessum stofum eru GSTC-Accredited Certified.

  • Dæmi:
    Gististaðir og ferðaskipuleggjendur:
    UCSL - Ég er tengiliður fyrir Norðurlöndin, áhugasamir geta haft samband í nordics@ucsl.eu
    Bureau Veritas
    Control Union

    Áfangastaðir:
    Green Destination 
    EarthCheck Sustainable Destination

 

Hér eru dæmi yfir sjálfbærnivottanir sem önnur Norðurlönd eru að vinna með

Athugið: Þetta er alls ekki tæmandi listi og byggir á minni þekkingu og túlkun á fyrirliggjandi upplýsingum.

Ef eitthvað er rangt eða úrelt, endilega látið vita í info@sjalfbaerferdathjonusta.is

image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
image.png
bottom of page