Helstu sjálfbærnivottanir í ferðaþjónustu
Hér er stutt samantekt af helstu sjálfbærnivottunum í ferðaþjónustu.
Alþjóðlegar vottanir
Travelife for Travel Agencies & Tour Operators
-
Fyrir ferðaskrifstofur og ferðasala dagsferða sem vilja fylgja sjálfbærum rekstrarháttum.
-
Byggt upp eftir GSTC (er þó ekki viðurkennt undir GSTC (e. recognized) lengur)
og metur fyrirtæki út frá stjórnun, samfélagsáhrifum og umhverfisábyrgð. -
Skipt í stig: Travelife Engaged, Travelife Partner og Travelife Certified.
-
ATH: Það er sitt hvor vottunin fyrir Travelife fyrir ferðaskrifstofur/sala og Travelife fyrir gistingu.
-
Ég er tengiliður fyrir Ísland, áhugasamir geta haft samband við mig m.gudjonsdottir@travelife.info
Green Destinations
-
Fyrir borgir, bæi og áfangastaði sem vilja vinna markvisst að sjálfbærri þróun.
-
Aðstoðar áfangastaði við að bæta stjórnun, náttúruvernd, menningarvernd og samfélagsáhrif.
-
Viðurkenndur staðall (e. recognized) af GSTC, sem þýðir að staðallinn samræmist GSTC-viðmiðum.
-
Faggild sem vottunarstofa (accredited) af GSTC,
sem þýðir að Green Destinations getur veitt GSTC-vottun til áfangastaða sem uppfylla staðalinn.
EarthCheck
-
Skiptist í Sustainable Destination, Evaluation og Business Staðla, þetta er því fyrir
hótel, ferðaskrifstofur, flugfélög og áfangastaði sem vilja draga úr umhverfisáhrifum. -
Mælir orkunotkun, vatnsnotkun, úrgangsstjórnun og loftslagsáhrif og fleira.
-
Business og Evaluation staðlarnir eru viðurkenndir (e. recognized) af GSTC.
-
EarthCheck Sustainable Destination er faggilt (e. accredited) undir GSTC.
Green Key
-
Fyrir gististaði, veitingastaði, ráðstefnurými, upplýsingaskrifstofur ferðamanna og söfn.
-
Kröfur um orkusparnað, úrgangsminnkun, vistvænar vörur og fleira.
-
Byggt á GSTC stöðlum (er þó ekki viðurkennt undir GSTC (e. recognized)).
-
Veitt af Foundation for Environmental Education (FEE).
Blue Flag (Bláfáninn)
-
Fyrir strendur, smábátahafnir og ferðamannabáta sem vilja tryggja háan umhverfisstaðal.
-
Metur vatnsgæði, öryggi, fræðslu og náttúruvernd.
-
Viðurkennt (e. recognized) af Foundation for Environmental Education (FEE)
og er þekkt um allan heim sem gæðavottun fyrir strandferðaþjónustu.
Biosphere
-
Biosphere-vottunin er veitt af Responsible Tourism Institute (RTI),
sjálfstæðri stofnun stofnaðri árið 1995 sem vinnur að því að efla sjálfbæra þróun í ferðaþjónustu. -
Biosphere Sustainable er stjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og áfangastaði,
þar sem áhersla er á stöðuga umbótavinnu. -
Aðgerðirnar tengjast 169 undirmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030),
sem gerir kerfið sveigjanlegt og tengt alþjóðlegum markmiðum. -
Hentar fyrirtækjum sem vilja vinna með lifandi, framvirkt og mælanlegt kerfi til að bæta samfélagsleg,
menningarleg og umhverfisleg áhrif sín.
B Corp
-
Fyrir fyrirtæki sem vilja sýna fram á sterka samfélagslega ábyrgð, umhverfisvitund og gagnsætt rekstrarform.
-
Metur fyrirtæki út frá áhrifum á stjórnun, starfsfólk, samfélag, umhverfi og viðskiptavini.
-
Byggt á B Impact Assessment þar sem fyrirtæki þurfa að ná lágmarksstigum til að fá vottun.
-
B Corp fyrirtæki skuldbinda sig til að starfa fyrir hag allra hagsmunaaðila – ekki aðeins hluthafa – og taka upp ábyrgðarstjórnarhætti.
-
Endurvottun á þriggja ára fresti, sem tryggir stöðuga umbótavinnu.
-
Veitt af B Lab, alþjóðlegri óhagnaðardrifinni stofnun.
HI-Quality & Sustainability (HI-Q&S)
-
HI-Quality (HI-Q) er alþjóðlegt gæða- og stjórnunarkerfi þróað af Hostelling International.
-
HI-Quality & Sustainability (HI-Q&S) er útvíkkuð útgáfa kerfisins sem tekur einnig tillit til
sjálfbærrar þróunar og umhverfisáhrifa gististaða.
Þetta gerir HI-Q&S að umfangsmeira og metnaðarfyllra kerfi en upprunalega HI-Q. -
HI-Q&S er viðurkennt sem hluti af STF-áætluninni (Sustainable Tourism Framework).
-
Til þess að fá vottun þurfa gististaðir að uppfylla ítarleg og víðtæk viðmið
bæði um gæði þjónustu og sjálfbæra starfsemi.
Evrópskar og Norðurlandavottanir
Nordic Swan Ecolabel (Svanurinn)
-
Norrænt umhverfismerki fyrir gististaði, veitingarekstur, ráðstefnurými án gistingar og viðburði.
-
Kröfur um lágmarks kolefnislosun, orkusparnað og umhverfisvæna starfshætti.
-
Viðurkennt (e. recognized) af Norrænu ráðherranefndinni.
EU Ecolabel (Evrópublómið - Opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins)
-
Evrópsk umhverfisvottun fyrir gististaði og vörur sem notaðar eru í ferðaþjónustu, t.d. matur, þrifvörur og aðföng.
-
Metur fyrirtæki út frá orkunotkun, vatnssparnaði, úrgangsstjórnun og fleira.
-
Viðurkennt (e. recognized) af Evrópusambandinu.
Íslensk vottun
Vakinn – Gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu
-
Vottun frá Ferðamálastofu Íslands fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja sýna fram á gæði,
öryggi og sjálfbæra starfshætti. -
Inniheldur viðmið um umhverfisvernd, gæðastjórnun og þjálfun starfsfólks.
-
Byggt á GSTC stöðlum en veitir enga GSTC vottun.
-
Skipt í gæðaviðurkenningu í ferðaþjónustu, gistingu og svo umhverfisvottun (silver, bronz, gull).
Græn Skref - er ekki vottun heldur viðurkennd verkefni
-
Fyrir stofnanir, ráðuneyti og annan ríkisrekstur
sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og innleiða sjálfbærar aðgerðir. -
Stofnanir innleiða aðgerðir í fimm stigum og fá viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum.
-
Umhverfis- og orkustofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins.
-
Vinnugögnin eru opin öllum fyrirtækjum til að nýta.
Fær að fljóta með því t.d Ferðamálastofa og söfn á vegum ríkisins eru að nota þetta.
ISO staðlar fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu
ISO 9001 – Gæðastjórnunarkerfi
-
Fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja stöðuga gæði í vörum og þjónustu.
-
Skilgreinir kröfur um gæðastjórnunarkerfi til að tryggja samræmi við kröfur viðskiptavina og lagaákvæði.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
ISO 14001 – Umhverfisstjórnunarkerfi
-
Fyrir fyrirtæki sem vilja bæta stjórnun á umhverfisáhrifum sínum.
-
Inniheldur kröfur um að draga úr mengun, bæta orkunotkun og fylgja umhverfislögum.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
ISO 21101 – Stjórnunarkerfi öryggis fyrir ævintýraferðaþjónustu
-
Fyrir veitendur ævintýraferða sem vilja tryggja öryggi þátttakenda.
-
Skilgreinir kröfur um öryggisstjórnunarkerfi í ævintýraferðum til að draga úr áhættu og auka öryggi í framkvæmd ferða.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
ISO 21103 – Upplýsingar til þátttakenda í ævintýraferðaþjónustu
-
Fyrir veitendur ævintýraferða.
-
Tilgreinir lágmarksupplýsingar sem ævintýraferðaveitendur skulu veita þátttakendum fyrir, meðan á og eftir ferð stendur til að tryggja öryggi og upplýsta þátttöku.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
ISO 20121 – Sjálfbær stjórnun viðburða
-
Fyrir skipuleggjendur og veitendur viðburða.
-
Tilgreinir kröfur um hvernig skipuleggja má og framkvæma viðburði á sjálfbæran hátt, með áherslu á stjórnun hagsmunaaðila, aðfangakeðju og samþættingu félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
ISO 21401 – Stjórnunarkerfi sjálfbærni fyrir gististaði
-
Fyrir hótel og gististaði sem vilja fylgja sjálfbærum rekstrarháttum.
-
Inniheldur kröfur um stjórnun umhverfisáhrifa, auðlindanýtingu og samfélagslega ábyrgð.
-
Vottun veitt (certified) af faggiltum vottunarstofum.
Alþjóðaráðið um sjálfbæra ferðaþjónustu - GSTC staðlar
(GSTC - Global Sustainable Tourism Council) hefur þróað staðla fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu sem skiptast í:
-
GSTC Industry Standards (fyrir gististaði og ferðasala- og skrifstofur)
-
GSTC Destination Standards (fyrir áfangastaði)
-
GSTC MICE Standards (fyrir sjálfbæra stjórnun fyrir viðburðarstaði, viðburðarskipuleggjendur og viðburði & sýningar.)
-
GSTC Attraction Standards (fyrir ferðamannastaði eins og skemmtigarða, söfn og þjóðgarða.)
GSTC framkvæmir EKKI sjálfbærnivottanir. Það er hlutverk fjölmargra vottunaraðila um allan heim.
GSTC veitir faggildingu (e. accreditation) til þeirra sem veitir vottun eftir þeirra kerfi/stöðlum.
Einnig gefa þau öðrum vottunum viðurkenningu (e. recognized),
ef kerfið/staðlarnir þeirra fylgja GSTC stöðlunum.
1) GSTC-Recognized Standard (Viðurkenndur staðall - ekki vottun!)
-
Staðlar sem hafa verið metnir og viðurkenndir af GSTC sem í samræmi við GSTC viðmiðin.
-
Þetta þýðir ekki að fyrirtæki sem notar staðalinn sé GSTC-vottað, aðeins að staðallinn sjálfur samræmist GSTC-viðmiðum.
-
Dæmi: EarthCheck Evaluate og Company Standard
2) GSTC-Accredited Certification Body (Faggilt vottunarstofa - veitir raunverulega vottun!)
-
Vottunarstofur sem hafa hlotið faggildingu frá GSTC og mega votta fyrirtæki samkvæmt GSTC viðmiðum.
-
Fyrirtæki sem fá vottun frá þessum stofum eru GSTC-Accredited Certified.
-
Dæmi:
Gististaðir og ferðaskipuleggjendur:
UCSL - Ég er tengiliður fyrir Norðurlöndin, áhugasamir geta haft samband í nordics@ucsl.eu
Bureau Veritas
Control Union
Áfangastaðir:
Green Destination
EarthCheck Sustainable Destination
Hér eru dæmi yfir sjálfbærnivottanir sem önnur Norðurlönd eru að vinna með
Athugið: Þetta er alls ekki tæmandi listi og byggir á minni þekkingu og túlkun á fyrirliggjandi upplýsingum.
Ef eitthvað er rangt eða úrelt, endilega látið vita í info@sjalfbaerferdathjonusta.is













