
Sjálfbær Ferðaþjónusta
Sama hver þjónustan er, þá byggir sjálfbærnin alltaf á sömu grunngildunum.
Hún miðar að því að lágmarka neikvæð áhrif á náttúru, samfélag og menningu,
á sama tíma og hún stuðlar að jákvæðum áhrifum á efnahag og lífsgæði íbúa.
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir á þremur meginþáttum sjálfbærrar þróunar:
umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum þáttum.
Í ferðaþjónustu er síðan upplifun gesta oft talin sem fjórði þátturinn,
þar sem vel hönnuð og meðvituð ferðaþjónusta getur skapað
dýpri tengingu gesta við staðinn, menninguna og samfélagið.
Þá skiptir einnig máli hvaða upplýsingar gestir fá, því góð upplýsingagjöf
getur hjálpað þeim að ferðast á ábyrgan hátt.
Endurgjöf gesta getur einnig nýst til að bæta þjónustuna enn frekar.
Til að ná raunverulegum árangri í sjálfbærni er mikilvægt að skoða starfsemina í heild sinni
og vinna markvisst að umbótum á ólíkum sviðum.
Þar má nefna stjórnun og starfshætti, innkaup og auðlindanýtingu,
orku notkun, úrgangsstjórnun, mat/veitingar, umhverfi og náttúruvernd, samfélagstengsl,
val á birgjum , ábyrga markaðssetningu, upplýsingagjöf til viðskiptavina og menningarlega ábyrgð.
Með því að innleiða sjálfbærni í reksturinn hjálpar þú til við að vernda Ísland
og gera landið að einstökum áfangastað fyrir komandi kynslóðir.
Hvort sem fyrirtækið er lítið í rekstri eða hluti af stærri keðju,
þá hefur hver og einn tækifæri til að leggja sitt af mörkum og stunda sjálfbæra, nærandi og ábyrga ferðaþjónustu.
Hvaða þjónusta er í boði

Ráðgjöf
Sérsniðin ráðgjöf fyrir fyrirtæki. Greining á núverandi stöðu, gerð stefnu og framkvæmdaráætlun fyrir sjálfbærni í rekstri.
Vottanir
Undirbúningur fyrir úttektir
(t.d. GSTC, Green key eða Travelife). Yfirferð á skjölum, verklagsreglur og leiðbeiningar.
* ATH: Ef ég veiti aðstoð eða ráðgjöf, mun ég ekki geta starfað sem úttektaraðili fyrir fyrirtækið.
Fræðsla og vinnustofur
Sérsniðin kennsla og vinnustofur fyrir starfsfólk og leiðsögumenn.
Langtíma Eftirfylgni
Eftirfylgni, stefnumótun og aðstoð við sjálfbærniaðgerðir með reglulegum fundum.